• Add to Collection
  • About

    About

    Story of an Object
    Published:

Mann fram af manni

Verkið er afrakstur rannsóknarvinnu í kring um gamlan skáp, ferðir hans, tilgang og eigendur. Ég vil vekja fólk til umhugsunar um það neysluóhóf  sem tíðkast í heiminum í dag, fá það til að endurmeta eigur sínar og auka verðgildið með sögum og minningum. Með skrásetningu á æviskeiði hluta má lengja líf þeirra og gildishlaða þannig að tilfinningalegt vermæti aukist. þ.e. verðmæti í minningarlegu samhengi.

Með því að halda í eigur okkar helmingi lengur en upphaflega var áætlað getum við minnkað óþarfa neyslu og framleiðslu í heiminum um helming.

Ef hlutirnir ganga mann fram af manni, kynslóðanna á milli, hefur nýtingin jákvæð áhrif á umhverfið. 
Verkið er því óður til hluta með sögu og fær fólk til að vanda valið og endurhugsa verðmæti fortíðarinnar í nútímasamfélagi.

Útkoman var því bók um ævisögu skáps auk þess sem grafin voru öll nöfn eigenda og fæðingarár í hlið skápsins með tölvufræsara. Þannig er áframhaldandi líf skápsins tryggt.


Down Through the Generations

This piece is the result of my research into an old cupboard, its movements, purposes, and owners through time. I wish to promote reflection on the level of production in today’s world, encourage people to rethink their possessions and to increase value through history and memory. By recording an object’s “biography,” both its lifespan and perceived value can be increased through the history recorded in the object itself.  

By keeping our possessions with us twice as long as originally intended, we can reduce unnecessary consumption and production by half. If we pass objects down through the generations, their utilization will have a positive impact on the environment. 

This piece is therefore a tribute to objects with history. It encourages people to be discerning consumers, and to rethink the value of the past in a modern context.