Byrjað var á að gefa nemendum greinagóða lýsingu á því hvað upplifunarhönnnun er, greint var frá helstu skilgreiningum, tilheyrandi hugsunarhætti, verkfærum og aðferðafræði sem notuð er. Lögð var áhersla á að nemendur tileinkuðu sér starfshætti sem notaðir eru við þessa tegund hönnunar og kynntu sér þverfagleg vinnubrögð.

Nemendur unnu í nánu samstarfi við Kvennadeild Landspítalans að úrbætum á skipulagi rýmisins og nýju samskiptakerfi. Níu nemendum var skipt upp í þrjá hópa sem unnu í upphafi hver með sína deild innan kvennadeildarinnar. Síðar var verkefnunum stokkað upp og hver hópur fyrir sig vann að úrbótum m.a. á rými, leiðakerfi og litapallettum ásamt móttöku. Samstarfið var farsælt og endaútkoman þrettán metra langt veggspjald með útskýringum á nýjum úrbætum fyrir kvennadeildina.
OBGYN Experience design
Published:

OBGYN Experience design

Experience Design Project

Published: