Hér áður fyrr þurfti fólk að nýta hlutina mun betur en við gerum í dag.  Ef hlutirnir skemmdust eða gáfu sig á einhvern hátt voru þeir bættir og endurnýttir til hins ítrasta. Því fallegri sem viðgerðirnar voru, þeim mun meira hagleiksfólk var að verki. Langa daga langt fram á nótt máttu húsfreyjurnar sitja og staga föt heimilisfólksins.
Nú heyrir til undantekninga að hlutirnir séu endurnýttir, við kaupum bara nýtt ef eitthvað skemmist og söfnum stöðugt dóti  í sarpinn. 

Betrumbætur eru til þess gerðar að þeim má bæta á hlutina í kringum okkur, auka við, gera hlutina einstaka og persónulega. En einnig umbylta streðinu við að staga í ánægjuna við að skreyta. Bótunum má raða saman á marga vegu, hver og einn getur búið til sína eigin mynd. Munstrin eru útsaumsmunstur sem stækkuð eru upp og má bæði nota sem renninga eða stök spor.

Lífgaðu upp á sófann með nýrri skreytingu eða bættu sófaborðið, allt eftir eigin höfði.


Mitt var starfið

Mitt var starfið hér í heim
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeim
og keppast við að staga.

Eg þráði að leika lausu við
sem lamb um grænan haga,
en þeim eru ekki gefin grið,
sem götin eiga að staga.

Langaði mig að lesa blóm
um langa og bjarta daga,
en þörfin kvað með þrumuróm:
„Þér er nær að staga.“

Heimurinn átti harðan dóm
að hengja á mína snaga,
hvað eg væri kostatóm
og kjörin til að staga.

Komi hel með kutann sinn
og korti mína daga,
eg held það verði hlutur minn
í helvíti að staga.
 

Theodora Thoroddsen (f. 1863 – d. 1954)



 
Betrumbætur
Published:

Betrumbætur

Jewellery for Furnitures Make Your Things More Personal

Published:

Creative Fields