COMPO er gróðurhús ætlað til notkunar utandyra. Það er kynt upp með varma frá moltu sem jarðgerist í þar til gerðum hólfum undir glerhúsinu. TEG tækni keyrir áfram led ljós í toppi hússins þar sem rafmagn myndast við mismun hita og kulda. Gróðurhúsið þarf því engan utanaðkomandi orkugjafa annan en lífrænan úrgang og er því algjörlega sjálfbært hvað hita og lýsingu varðar.

COMPO er samstarfsverkefni þriggja nema á þriðja ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, þeirra Hjartar M. Skúlasonar, Eyþórs Högnasonar og Steinrúnar Óttu Stefánsdóttur. 
Sjálfbærni, ræktun í heimagörðum og heimahúsum, nýting lífræns úrgangs, vistvæn framleiðsla, verðmætasköpun og vitundarvakning voru þau orð sem notuð voru í upphafi til að vinna með. Út frá hugkortum og rannsóknum varð endaniðurstaðan sú að hanna og þróa sjálfbært gróðurhús til krydd-jurtaræktunar. 
Viðtöl við fagfólk og kennara ásamt verklegum tilraunum skiluðu þeirri niðurstöðu að þetta er 
gerlegt.

Molta myndar hita við niðurbrot allt upp í 70°C. Sé moltan rétt saman sett og íblöndunarefni næg er hægt að halda lykt í lágmarki. Tilbúin molta er úrvals áburður til ræktunar og vökvinn sem safnast af moltugerðinni er mjög næringarríkur og má blanda 1/100 út í vatn til vökvunar á plöntum.
Thermo electric generator er rafall sem býr til rafmagn úr hitamismun.
Rafmagnið frá einum rafal má svo nota til að knýja áfram max 15,4 V. led peru.
Varmaleiðirinn er úr áli þar sem það leiðir hita mjög vel og einangrunin er úr Aerogel OEM Cryogel Z, 10 mm þykkt. Hitamælar og lofttegundamælar sjá um að gott sé að fylgjast með niðurbroti moltunnar og hitanum í gróðurhúsinu.

Við útlitshönnunina er horft til þess að gróðurhúsið sé partur af útieldhúsi þar sem bæði vinnuborð og gasgrill í sama stíl er raðað þétt saman og myndi góða 
eldunaraðstöðu. Útlitið er einfalt og vísar að ákveðnu marki í gömlu Rafha eldavélarnar og voru úr emeleruðu stáli sem er afar endingargott og auðvelt í þrifum.

Aðal efnin í gróðurhúsinu eru emelerað stál og tvöfalt gler.
COMPO
Published:

COMPO

Greenhouse Heated With a Composting Waste

Published: