• Add to Collection
  • About

    About

    Children Wear With an Icelandic pattern
    Published:
Þegar ég var barn, gaf amma mín mér víravirkishálsmen en víravirki var algengt skraut á þjóðbúningum íslenskra kvenna á 19. og 20. öldinni. Þegar svo yngri dóttir mín fæddist, á afmælisdegi langömmu sinnar, kviknaði hugmynd að barnafatalínu sem byggir á þessu þjóðlega handverki. Það tengir saman heima þessara tveggja uppáhalds kvenna í lífi mínu en aldursmunur þeirra er 87 ár. Drengjamunstur línunnar er fengið af silfurhnappi á þjóðbúningavesti íslenska karlbúningsins.Þetta gamla skart fær nú nýtt hlutverk þegar það prýðir fatnað lítilla álfakroppa.

When I was a child my grandmother gave me a filigree necklace, but filigree was a common decoration on the Icelandic traditional costume for women in the 19th and 20th century. When my younger daughter was born on the birthday of my grandmother, it inspired this collection for children, mixing the worlds of two of my favorite women, born 87 years apart. The pattern for boys is borrowed from a silver button from a traditional male costume. These old ornaments now have a new role decorating the clothes of our very own little “elves” (Álfakroppar - e. elven bodies).