• Add to Collection
  • About

    About

    Tól til að útbúa stól eða bolsessu á hvaða trjádrumb sem finnst úti í skógi. Tólið er notað á þann hátt að þú rekur niður spjótið í gegnum enda … Read More
    Tól til að útbúa stól eða bolsessu á hvaða trjádrumb sem finnst úti í skógi. Tólið er notað á þann hátt að þú rekur niður spjótið í gegnum enda á kaðli og í miðjuna á trjádrumbi. Því næst er kaðlinum vafið um sökkulinn þar til hann hylur sárið. Kaðlinum er áfram vafið utan um drumbinn og festur með lítilli sylgju. Að lokum er sökklinum rekið alveg niður að kaðli til að herða og halda honum á sínum stað. Verkefnið var unnið út frá því að finna sæti í skóginum, en víða er erfitt að tylla sér þar sem grysjun er almennt mjög ábótavant. Trjádrumbar eru af öllum stærðum og gerðum, en kaðallinn lagar sig að hverjum og einum, því eru engir tveir eins. Með því að bæta sessu ofan á drumbana verða þeir girnilegri til að tylla sér á og njóta kyrrðarinnar í skóginum. Ljóðrænt er að hugsa til þess að kaðallinn sé nokkurs konar framhald af árhringjunum. Þar sem honum er vafið hring eftir hring og endinn að lokum látinn tengjast jörðinni og rótunum aftur. Þar með verður sætið og drumburinn ein heild. Nafnið er dregið að því að trjádrumbar eru í raun náttúrulegir sökklar, festur, ofan í jörðina og sömuleiðis spjótið, kaðalshöldurnar, sem reknar eru ofan í drumbinn. Read Less
    Published:
Listaháskóli Íslands, 2012