Ólöf Benedikts's profile

Olíuleki / Oil Leak

Olía er sá vökvi sem rekur samfélag okkar, blóðið í æðum þess og grunnstoð iðn- og tæknisamfélagsins. Hún er hin fyrsta og æðsta neysluvara, það sem heldur hjólum atvinnulífsins smurðum og gangandi. Þó eru sífellt að koma fram nýjar rannsóknir um galla olíu sem orkugjafa og skaðann sem neysla hennar veldur umhverfi okkar. Við getum ekki án hennar verið og getum ekki lifað með henni. Sársaukafullur viðskilnaður við olíuna virðist í senn ógerlegur og nauðsynlegur. Togstreytan er umfjöllunarefni verksins. Fallandi dropar og skínandi svartur flötur verksins er heillandi, dáleiðandi jafnvel, en lyktin er stæk og heilsuspillandi. Varast skal að standa nálægt verkinu í lengri tíma.
Olíuleki, 2012
Kínetískur skúlptúr, úrgangsolía, stál, dæla, 170 x 80 x 80 cm
Ljósmyndir: Ragnhildur Jóhanns og Ólöf Kristín Helgadóttir
Olíuleki / Oil Leak
Published:

Olíuleki / Oil Leak

Throught the use of mundane consumer products, such as oil and coffee, Ólöf Rún Benediktsdóttir directs the spotlight towards the darker elements Read More

Published:

Creative Fields